Súpurnar okkar eru tilbúnar í pottinn
Humarsúpa
-
Rjómalöguð humarsúpa sem er unnin frá grunni í Fylgifiskum. Hún er orðin ómissandi partur af jólum og áramótum hjá mörgum af okkar viðskiptavinum.
-
Humarsoð (vatn, humarskel, laukur, gulrætur, sellerí, krydd), rjómi, tómatar, koníak, krydd.
-
Humarsúpan er oftast afgreidd frosin en hægt að biðja um hana þiðna. Fljótlegt er að þíða hana upp heima með því að setja föturnar í heitt vatn í vaskinum eða þar til súpan lostnar frá og klára svo að þíða upp í pottinum við vægan hita. Sömu aðferð má nota við frosinn humar en þá er betra að nota volgt vatn.
Humarsúpan er svo hituð upp að suðu, humarinn er snöggsteiktur á pönnu, salt og pipar eftir smekk. Humrinum er jafnað út á milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
-
3.990 kr/ltr
Fæst í heilum og hálfum lítrum.
Humar ekki innifalinn
Frosin1 lítri
sem aðallréttur fyrir 2-3 manns
sem forréttur fyrir 4-6 manns
Austurlensk fiskisúpa
-
Austurlensk fiskisúpa er fyrir löngu orðin klassísk í Fylgifiskum enda hefur hún verið á boðstólum hjá okkur frá fyrsta degi.
-
Kókosmjólk, vatn, sæt chili sósa, karrýmauk (sinnep), tom yum, fiskisósa, kóríander, grænmetiskraftur (sellerí).
Enginn skelfiskur
-
Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
-
2.990 kr/ltr
Fæst í heilum og hálfum lítrum.
Fiskur seldur sér
(100-150gr á mann)1 ltr
sem aðallréttur fyrir 2-3 manns
sem forréttur fyrir 4-6 manns
Ítölsk fiskisúpa
-
Ítalska súpan er rjómalöguð fiskisúpa.
-
Tómatar, rjómi, vatn, sætar kartöflur, hvítvín (12%), sellerí, laukur, basil, engifer, grænmetiskraftur (sellerí).
Enginn skelfiskur
-
Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
-
2.990 kr/ltr
Fæst í heilum og hálfum lítrum.
Fiskur seldur sér
(100-150gr á mann)1 ltr
sem aðallréttur fyrir 2-3 manns
sem forréttur fyrir 4-6 manns
Sérpantanir - þurfa að berast 1-3 daga dögum fyrir afhendingu, en það fer eftir umfangi og réttum. Pöntunarsími 533-1300